Sumar-Heimskviður / Raunir Boeing og heimsreisa án flugvéla
Manage episode 450487028 series 2534498
Contenu fourni par RÚV. Tout le contenu du podcast, y compris les épisodes, les graphiques et les descriptions de podcast, est téléchargé et fourni directement par RÚV ou son partenaire de plateforme de podcast. Si vous pensez que quelqu'un utilise votre œuvre protégée sans votre autorisation, vous pouvez suivre le processus décrit ici https://fr.player.fm/legal.
Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur verið í talsverðum vandræðum undanfarin ár. Fyrirtækið hafði átt áratuga sögu sem framleiðandi öruggra og góðra farþegavéla. Hvað fór eiginlega úrskeiðis? Hallgrímur Indriðason leitaði svara við því Yfir 13 þúsund manns hafa hjólað Tour de France. Fleiri en sex þúsund sem hafa komist á tind Everest. Yfir 550 hafa komist út í geim. En það innan við 300 manns hafa heimsótt öll lönd heimsins. Þau eru fjögur sem hafa heimsótt öll lönd í heiminum tvisvar. Tveir hafa komið til allra landa í heiminum í einni og sömu ferðinni, það er án þess að fara heim á milli. Daninn Torbjørn Pedersen er annar þeirra og hann er jafnframt sá eini sem hef farið til allra landa í heiminum án þess að fara með flugi. Ókunnugir eru vinir sem þú átt eftir að kynnast, var yfirskrift tíu ára heimsreisu Pedersens. Við heyrðum í Pedersen þegar takmarkinu var náð og skulum hér heyra ferðasöguna hans.
…
continue reading
233 episodes