#311 Skoðanir Prettyboitjokko
Manage episode 414678547 series 2516641
Þátturinn í heild sinni er á www.patreon.com/skodanabraedur – hann er klst og 40 mínútur!
Patrik Snær Atlason er Prettyboitjokko og hann sest í ráðuneyti Skoðanabræðra þessa vikuna. Það er meira í manninn spunnið en bara glimmer og peningar, hann hefur ákveðnar hugsjónir og hugmyndir sem vert er að laða fram í dagsljósið. Persónuleg krísa hans fótboltamanns og fyllibyttu, eitrað umhverfi, að finna sjálfan sig á ný, fjárfestingar, peningamál til framtíðar, hugsjónin um að funda með Jóni Ásgeiri, Porsche-inn, drykkjan í Covid, hefðbundin kynjahlutverk, að svara símtölum frá gaurum sem þú vilt ekki hitta í húsasundi og svo framvegis og svo framvegis. Kvót: „Ég hitti Egil Helgason í Kringlunni og hann horfir ekki einu sinni á mig. Gaur, þú átt ekkert í þetta.“
339 episodes