12082021 - Flakk - Flakk um Héðinsreit
Manage episode 398101936 series 1312385
Contenu fourni par RÚV. Tout le contenu du podcast, y compris les épisodes, les graphiques et les descriptions de podcast, est téléchargé et fourni directement par RÚV ou son partenaire de plateforme de podcast. Si vous pensez que quelqu'un utilise votre œuvre protégée sans votre autorisation, vous pouvez suivre le processus décrit ici https://fr.player.fm/legal.
Seint í júní á þessu ári var fjallað um tvo stóra byggingareiti í Reykjavík, Heklureit annars vegar og Héðinsreit hins vegar. Við tökum upp þráðinn í dag og fjöllum nánar um Héðinsreitinn. Deiliskipulag hefur verið samþykkt og hönnun reitsins er í fullum gangi. Hollenska arkitektastofan Jwantspejker með Orra Steinarsson arkitekt í farabroddi sá um deiliskipulagið, en mun einnig hanna eitthvað af þeim íbúðablokkum sem þarna munu rísa ásamt Hjalta Brynjarssyni arkitekt hjá Arþing Nordic, við ræðum við báða í dag. Þarna er ætlunin að byggja 330 íbúðir, en hvernig kemur þetta til með að falla að eldra umhverfi? Við erum að tala um atvinnusvæði, sem náði frá Seljavegi, yfir allan þennan reit að Ánanaustum. Nálæg íbúabyggð er lágreist, á Vesturgötu, Nýlendugötu og Seljavegi, hins vegar hefur þegar verið byggð nokkuð stór blokk við Mýrargötuna, og úti á Granda eru nokkur vegleg hús, því virðist viðmiðið vera við hærri byggð á svæðinu. Hér í stúdíói sitja Róbert Aron Róbertsson framkvæmdastjóri Festis, sem er eigandi lóðarinnar og Pawel Bartoszek formaður samgöngu- og skipulagsráðs borgarinnar.
…
continue reading
197 episodes