Vinstri-hægri-snú, upplýsingaóreiða #3, skrásetti öll smáatriði lífs síns
Manage episode 448957597 series 1314124
Contenu fourni par RÚV. Tout le contenu du podcast, y compris les épisodes, les graphiques et les descriptions de podcast, est téléchargé et fourni directement par RÚV ou son partenaire de plateforme de podcast. Si vous pensez que quelqu'un utilise votre œuvre protégée sans votre autorisation, vous pouvez suivre le processus décrit ici https://fr.player.fm/legal.
Haukur Már Helgason flytur sinn þriðja pistil um upplýsingaóreiðu, að þessu sinni fær hann aðstoð frá gervigreindarspjallmenni. Við kíkjum niður í Norræna húsið þar sem stendur yfir sýningin Open house, sem er hluti af grísk-íslensku listahátíðinni Head-2-Head. Í norræna húsinu eru sýnd verk tveggja grískra listamanna og þriggja íslenskra. Meðal annars má þar finna athyglisverðar möppur sem Eiríkur Páll Sveinsson, læknir á akureyri, gerði. Hann skráði niður öll smáatriði lífs síns, skráði inn í tölvu, prentaði og bjó fallega um möppurnar með sérhönnuðum forsíðum. Við ræðum við Evu Árnadóttur, barnabarn Eiríks, og tvo af aðstandendum Open: Hildigunni Birgisdóttur og Örn Alexander Ámundason. En við byrjum á því að reyna að skilja vinstri og hægri, og miðju. Við kíkjum niður í Háskóla Íslands og ræðum bæði við kennara og nemendur um þessa flokkun stjórnmálaflokka til vinstri eða hægri.
…
continue reading
252 episodes