Leikjavarpið #54 – Hápunktar frá Game Awards og Indiana Jones and the Great Circle
Manage episode 455768749 series 2840171
Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og Bjarki Þór fara yfir allt það helsta úr heimi tölvuleikja í 54. þætti Leikjavarpsins. Rætt er um hápunkta frá The Game Awards 2024 þar sem farið er yfir hvaða leikir unnu í stóru verðlaunaflokkunum og síðast en ekki síst hvaða nýju leikir voru kynntir á verðlaunahátíðinni, þar má meðal annars nefna nýjan The Witcher leik!
Sveinn rýnir í Indiana Jones and the Great Circle sem er nýr Indiana Jones hasar- og ævintýraleikur þar sem þú spilar sem Indiana Jones í fyrstu persónu, hvernig ætli það sé að virka? Bjarki segir frá Balatro, indíleiknum sem hefur náð gríðarlegum vinsældum. Hvað gerir þennan spilaleik annars svona sérstakan?
Þetta og margt fleira í nýjasta þætti Leikjavarpsins.
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)
Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 License
http://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
57 episodes